| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020415 - 20020421, vika 16

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
173 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Einnig komu nokkrar sprengingar fram á mælunum.
Suðurland
Á Suðurlandi voru staðsettir 58 skjálftar og var sá stærsti þeirra upp á 1.6 á Richter og var jafnframt sá eini sem var stærri en 1 á Suðurlandinu. 12 skjálftar voru svo staðsettir á Reykjanesi og voru flestir þeirra á svæðinu í kringum Kleyfarvatn, en einnig var einn skjálfti á Reykjaneshryggnum.
Norðurland
45 skjálftar voru staðsettir á Norðurlandi, eða öllu heldur fyrir norðan land að tveimur undanskildum sem áttu upptök sín á landi, eins og sést á kortinu. Allir voru þeir minni en 2 á Richter.
Hálendið
Í og við Mýrdalsjökul voru staðsettir 27 skjálftar. Virkni hélt áfram í Vatnajökli í kjölfar hlaupsins í Skeiðará og voru þó nokkrir skjálftar í Skeiðarárjökli. Skjálftarnir í Skeiðarárjökli eru allir litlir og grunnir.
5 skjálftar voru einnig staðsettir á svæðinu frá Torfajökli og að Rauðufossafjöllum og einn skjálfti var svo rétt SV við Herðubreið.
Hjörleifur Sveinbjörnsson