Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020422 - 20020428, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældist 141 jarðskjálfti. Sá stærsti var í Mýrdalsjökli 3.6 stig.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust smáskjálftar vítt og breitt, allir undir einu stigi. Við Surtsey mældist skjálfti 1.2 stig.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi var dreifð virkni. Allmargir skjálftar voru skammt austur af Grímsey, þar sem sá stærsti var 2.5 stig.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli mældust 44 skjálftar í vikunni. Stærsti skjálftinn varð kl 07:21 þann 27. apríl í NA-brún öskjunnar. Hann mældist 3.6 stig. Nokkrir smáskjálftar urðu á sama stað, en flestir urðu skjálftarnir vestar, þar sem virknin hefur verið mest undanfarið. 7 skjálftar voru á stærðarbilinu 2-3 stig. Einn lítill skjálfti mældist í Eyjafjallajökli. Í Vatnajökli mældust fjórir skjálftar að stærð 0.7 -1.0 og í grennd við Herðubreið tveir skjálftar, sá stærri 1.4 stig.

Þórunn Skaftadóttir