Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020506 - 20020512, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna mældust á fjórða hundrað skjálftar, þar af yfir 200 í hrinu austan við Grímsey. Virknin þessa vikuna er mjög bundin við skjálftabeltin tvö, annars vegar norður af landinu og hins vegar á Suðurlandi.

Suðurland

Smáskjálftavirkni mældist víða allt frá Geirfugladrangi austur í Landsveit. Engin þessara skjálfta náði stærð 2.

Norðurland

Hrina hófst að kvöldi fimmtudags um 12 km ANA af Grímsey og stóð hrinan yfir í um tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn mældist um 2,6 á Richter.

Hálendið

Engin virkni mældist á hálendinu ef frá eru taldir skjálftar í Mýrdalsjökli, en þar mældust að meðaltali 2 skjálftar á dag þessa vikuna og var sá stærsti um 2,5 á Richter. Virknin þar er því með minnsta móti miðað við undanfarnar vikur og mánuði.

Steinunn S. Jakobsdóttir