Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020513 - 20020519, vika 20

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni skráðust 206 skjálftar á og við landið. Á miðvikudagsmorgun, laust fyrir klukkan 9 hófst lítil hrina austan við Grímsey. Aðfararnótt fimmtudags varð skjálfti undir Heimaey. Fjórir skjálftar urðu á Reykjaneshrygg á fimmtudagseftirmiðdag. Við Öskju mædust 9 skjálftar aðfararnótt föstudags. Á laugardag og sunnudag mældust samtals fjórir skjálftar í Skeiðarárjökli. Á laugardag og sunnudag urðu svo átta skjálftar í Öxarfirði. Stærsti skjálfti vikunnar, 2,2 varð kl 9:13 á miðvikudagsmorgun, í hrinunni austan við Grímsey.

Suðurland

21 skjálfti á stærðarbilinu -0,5 - 1,3 varð á Holtasprungu. Á Hestfjallssprungu urðu 27 skjálftar á stærðarbilinu -0,4 - 1,4. Á Hengilssvæði var einnig dreifð virkni.

Laust eftir miðnættið þann 16. varð skjálfti á 14 km dýpi undir Heimaey. Hann var 1,3 að stærð.

Á fimmtudagseftirmiðdag mældust fjórir skjálftar á Reykjaneshrygg um 40 km VSV af Reykjanestá. Þeir voru á stærðarbilinu 1,5-2,1.

Norðurland

Virkni austan Grímseyjar hefur haldið áfram og mældust 46 skjálftar þar í vikunni á stærðarbilinu 0,8-2.2. Lítil hrina varð þar á miðvikudag og mældust þá 32 skjálftar. Stærsti skjálftinn varð á miðvikudagsmorgun kl. 9:13.

Í Öxarfirði urðu átta skjálftar á stærðarbilinu 0,6-1,9. Þeir urðu flestir á laugardag og sunnudag.

Á sunnudagsmorgun kl. 7:30 mældist einn skjálfti á Kolbeinseyjarhrygg, um 130 km norður af Grímsey. Hann var um 2 að stærð.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust fimm skjálftar. Einn í Grímsvötnum á fimmtudagskvöld. Hann var 0,9 að stærð. Í Skeiðarárjökli mældust svo fimm skjálftar á laugardag og sunnudag. Þeir voru á stærðarbilinu 0,7-1,0.

Í Langjökli varð einn skjálfti aðfararnótt miðvikudags. Hann var 1,8 að stærð

Á fimmtudagskvöld hófst lítil hrina við Öskju og stóð hún fram eftir nóttu. Þá mældust níu skjálftar á stærðarbilinu 0,7-1,9.

Í Mýrdalsjökli mældust 25 skjálftar á stærðarbilinu 0,3-2,1. Stærsti skjálftinn varð um eitt leytið aðfararnótt mánudags.

Kristín S. Vogfjörð