Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020520 - 20020526, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 255 skjálftar. Stærsti skjálftinn varð þann 21. Maí um 14 km NA af Grímsey og var hann upp á 3.0 á Richter.
Einn skjálfti mældist í Öræfajökli þann 24. Maí og var hann 2.1 á Richter. Þessi skjálfti fannst á Kvígskerjum og Hnappavöllum.

Suðurland

Á Suðurlandi og Reykjanesi voru staðsettir 87 skjálftar og voru þeir allir litlir, en sá stærsti var 1,2 á Richter.

Norðurland

Á Norðurlandi voru staðsettir 68 skjálftar og var sá stærsti 3.0 á Richter, en hann varð í hrinu
sem stóð yfir frá kvöldi 20. Maí og fram eftir kvöldi þann 21. Maí.

Hálendið

Á Hálendinu voru fáir skjálftar, eins og sést á kortinu. Þó nokkrir smáskjálftar voru undir Skeiðarárjökli.
Í Mýrdalsjökli og nágreni voru staðsettir 62 skjálftar og dreifast þeir um jökulinn frá
Goðabungu og niður eftir Kötlujökli og örfáir rétt austan við jökulinn.

Hjörleifur Sveinbjörnsson