Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020527 - 20020602, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var nokkuð róleg og mældust innan við tvöhundruð skjálftar. Þó nokkrar sprengingar mældust einnig þessa vikuna. Helstu sprengisvæðin eru við Húsavík og Tjörnesið, Búðaháls, Geldinganes og við Grindavík og var sprengt á flestöllum svæðunum þessa vikuna. Sprengingarnar eru ekki með á kortunum. Tilkynna skal allar sprengingar til Veðurstofunnar.

Suðurland

Í byrjun vikunnar var smá hrina út af Geirfugladrangi og voru stærstu skjálftarnir um 3 á Richter. Um hádegisbilið þ. 30 mældist skjálfti langt suður á Reykjaneshrygg. Stærðin mælist um 3,4, en hann er að öllum líkindum nokkuð stærri og var þetta stærsti skjálftinn sem mældist þessa vikuna. Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesskaga, allir smáir. Á Suðurlandsundirlendinu var virknin mest í kringum sprungurnar við Hestfjall og í Holtunum.

Norðurland

Virknin norður af landinu var nokkuð dreifð og engar sérstakar hrinur í gangi.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust í Vatnajökli, en staðsetningarnar eru ekki nákvæmar.

Mýrdalsjökull

Í vikunni mældust 35 skjálftar í Mýrdalsjökli. Enn mælast meira en helmingur skjálftanna í vesturjöklinum, en virnin er einnig talsverð í Kötluöskjunni.

Steinunn S. Jakobsdóttir