| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020603 - 20020609, vika 23

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust innan við 200 skjálftar. Einnig mældust 9 sprengingar af 5 sprengistöðum.
Suðurland
Lítil virkni var á Suðurlandi. Einn skjálfti mældist út á Reykjaneshrygg 6. júní, 1,9 að stærð.
Norðurland
Skjálfti að stærð 2,0 varð við Mývatn. Virkni norðan við land var frekar dreifð og skjálftar allir innan við 2 að stærð.
Hálendið
Yfir 60 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Flestir og einnig stærri skjálftarnir (þeir stærstu 2,1) urðu undir vestanverðum jöklinum. Ísskjálftar í Kötlujökli komu fram á nálægum mælum, en þeir voru flestir aðfararnótt föstudags og frá laugardagskvöldi fram á sunnudag.
Við Kistufell mældust tveir skjálftar, 1,7 og 1,4 að stærð. Undir Grímsvötnum mældist skjálfti 2,2 stig og undir Þórðarhyrnu 1,3 stig.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir