| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020610 - 20020616, vika 24

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 231 skjálfti á landinu. 43 á Norðurlandi, 123 á Suðvesturlandi og 63 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjáfti vikunnar, 2.3 að stærð, varð í Mýrdalsjökli 14. júní kl. 8:10.
Suðurland
Á Holtasprungu voru 27 skjálftar á stærðarbilinu -0.5 til 0.7. og á Hestfjallssprungu urðu 30 skjálftar, á bilinu -0.8 til 1.0.
Nokkuð samfelld virkni var frá Ölfusi og vesutr á Hellisheiði. Þá var einnig virkni um allt Reykjanes á stærðarbilinu -0.3 til 1.93.
Norðurland
27 skjálftar mældust við Grímsey; einn undir eynni, 21 um 10 km norðan eyjarinnar og fimm austan við eyna. Skjálftarnir voru á stærðarbinlinu 1.1 til 1.9 og voru flestir í fyrri hluta vikunnar.
Tveir skjálftar voru í Öxarfirði, sex skjálftar 7 km norðaustur af Gjögurtá, og þrír skjálftar norður af mynni Eyjafjarðar. Þessir skjálftar voru á stærðarbilinu 0.3 til 1.6.
Hálendið
Í Vatnajökli mældust tveir skjálftar þann 10 júní. Sá fyrri var um 20 km suðvestur af Grímsvötnum, en sá seinni í Grímsvötnum. Þeir voru 1.5 og 0.9 að stærð.
Einn skjálfti, 1,8 að stærð mældist í Öskju, annar 1,5 að stærð um 30 km norður af Hveravöllum og sá þriðji, 0.9 að stærð, 19 km VNV af Húsafelli.
Á Torfajökulssvæðinu mældust tveir skjálftar þann 11 og 12. og voru þeir 0.7 og 0.9 að stærð.
Í Mýrdalsjökli mældust 63 skjálftar á bilinu 0.0 til 2.3. Flestir voru við vesturjaðar jökulsins í námunda við Goðabungu en nokkrir voru inni í öskjunni og auk þess tveir í Kötlujökli. Stærsti skjálftinn var við Goðabungu kl. 8:10 þann 14. Skjálftarnir í Kötlujökli voru 0.3 og 0.7 að stærð. Sumir minnstu skjálftanna eru ónákvæmt staðsettir.
Kristín S. Vogfjörð