| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20020617 - 20020623, vika 25

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 139 skjálftar og 4 sprengingar.
Suðurland
Tveir skjálftar áttu upptök á Reykjaneshrygg um 30 km VSV af Reykjanestá.
Sá fyrri var 21. júní , kl. 18:11, M=1.5 og sá síðari 23. júní kl. 10:29, M=0.9.
Nokkrir smáskjálftar voru undir vestanverðu Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 23. júní,
frá um kl.22 og fram að miðnætti. Stærsti skjálftinn var um 0.8 að stærð.
Þann 23. júní voru 2 skjálftar norðan við Surtsey. Sá fyrri var kl. 03:37, M=0.7 og sá
síðari kl. 23:54, M=1.1.
Smá skjálftavirkni var í Ölfusinu og einnig á Holta- og Hestvatnssprungunum.
Norðurland
Lítil og dreifð skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi þessa viku.
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli voru 56 skjálftar þessa viku. Flestir þeirra áttu upptök
undir vestanverðum jöklinum (Goðabungu). Stærstu skjálftarnir þar voru um 2.5 að stærð.
Tveir skjálftar voru undir sunnanverðri miðri Mýrdalsjökulsöskjunni þann 20. júní. Sá
fyrri var kl. 06:39 og mældist hann um 3 stig en sá síðari var kl. 06:41, M=1.5.
Einn skjálfti var undir Skeiðarárjökli þann 22. júní kl. 13:06, M=1.0.
Gunnar B. Guðmundsson