Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020722 - 20020728, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 249 atburðir, þar af 5 sprengingar.

Suðurland

Nokkrir skjálftar voru á Hestfjalls- og Holtasprungunum í vikunni, en þar dregur hægt og rólega úr virkni. Myndin hér sýnir uppsafnaðan fjölda skjálfta stærri en 0 á Richter á Holtasprungunni frá 1. jan. 2001. Myndin hér sýnir uppsafnaðan fjölda skjálfta stærri en 0 á Richter á Hestfjallssprungunni frá 1. jan. 2001.
Nokkrir skjálftar mældust um 40 km SV af Reykjanestá, sá stærsti 2.6 að stærð.
Einn jarðskjálfti, 1.3 að stærð, mældist 4 km norður af Surtsey.
Einnig er áhugavert hvernig jarðskjálftar (allir minni en 1.5 á Richter) raða sér á austur-vestur línu sunnan við Hveragerði. Þessi virkni hefur verið viðvarandi a.m.k. síðustu mánuði.

Norðurland

Skjálftadreif (33 skjálftar) var á misgengjunum fyrir norðan land. Stærsti skjálftinn var 2.3 að stærð, staðsettur um 9 km NNA af Flatey.
Jarðskjálfti á stærðarbilinu 3.6 til 4.5 mældist við Jan Mayen 24. júlí.

Hálendið

Nokkrir litlir (minni en 1.4 á Richter) skjálftar mældust undir Vatnajökli.
Allnokkur virkni var undir Mýrdalsjökli. Þar mældust 133 atburðir í vikunni, þar af 12 stærri en 1.5 á Richter. Flestir skjálftanna voru staðsettir undir vesturhluta jökulsins. Stærsti skjálftinn var 2.6 að stærð þann 25. júlí. Nokkuð var um smáskjálfta (ísskjálftar?) við austanverðan Mýrdalsjökul. Staðsetning þessa skjálfta er yfirleitt mjög óviss. Mest bar á þessum skjálftum um og eftir hádegisbil (sést á óróanun á Láguhvolum), og væri því ekki úr vegi að nefna þá "síðdegisskjálfta"!

Halldór Geirsson