Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020812 - 20020818, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 301 skjálftar.

Suðurland

Að kvöldi 13. ágúst um kl. 23:11 hófst skjálftahrina um 6 km SV af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Henni lauk að mestu um kl. 03 um nóttina. Í hrinunni og framhaldi hennar mældust um 15 skjálftar og stærsti skjálftinn var að stærðinni 2.4.

Þann 16. ágúst kl. 20:57 var skjálfti við Eldey á Reykjaneshrygg, M=1.4. Sama dag áttu einnig nokkrir skjálftar upptök undir miðju Kleifarvatni.

Á Suðurlandsundirlendi var ennþá áframhald á smáskjálftavirkni í Holta- og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Þann 12. ágúst kl. 23:23 var skjálfti að stærð 2.4 í Skagafirði.

Skjálftahrina var um 8 km ASA af Flatey á Skjálfanda á svonefndu Húsavíkur-Flateyjarmisgengi. Hún hófst þann 13. ágúst um kl. 08 og stóð með hléum fram undir miðnætti 14. ágúst. Stærsti skjálftinn í hrinunni var þ. 13/8 kl. 11:11 og var hann að stærðinni 2.1.

Þann 16. ágúst um kl. 18:30 hófst skjálftahrina við Mánáreyjar norður af Tjörnesi. Henni var að mestu lokið um miðnættið. Stærsti skjálftinn var kl. 23:08, M=2.4. Rúmlega 20 skjálftar voru í hrinunni.

Nokkrir skjálftar voru vorðan við Grímsey, á Flateyjargrunni, í Öxarfirði og norðan við Siglufjörð.

Hálendið

Einn skjálfti var undir Langjökli þann 12. ágúst kl. 02:28, M=0.7. Annar var sunnan við Hofsjökul þann 13. ágúst kl. 22:52, M=1.6.

Undir Vatnajökli voru nokkrir skjálftar. Einn undir Bárðarbungu og 4 undir Grímsvötnum. Nokkrir ísskjálftar voru undir Skeiðarárjökli mánudaginn 12. ágúst. Þeir eru ekki vel staðsettir.

Undir Mýrdalsjökli mældust 105 atburðir. Flestir skjálftarnir voru undir vesturhluta jökulsins (Goðabungu). Stærstu skjáftarnir þar voru um 2.5 að stærð. Undir Mýrdalsjökulsöskjunni mældust allmargir skjálftar en flestir smáir. Staðsetning minni skjálftanna þar er ekki mjög vel ákvörðuð. Undir Kötlujökli eru nokkrir illa ákvarðaðir ísskjálftar.

Gunnar B. Guðmundsson