![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
9 skjálftar (M<0,4) voru á Holtasprungu og 11 (M<0,8) á Hesfjallssprungu.
Á Hengilssvæðinu var dreifð virkni alla vikuna, en þar mældust 15 (M<1,1) skjálftar. Þar af fimm í þyrpingu við Katlatjörn efri, þrír við Hengil og einn á Nesjavöllum. Í Ölfusi halda smáskjálftar áfram að raða sér á austur-vestur línu, en þar voru 9 skjálftar í vikunni.
Á Reykjanesi voru 6 litlir skjálftar. Tveir við Bláfjöll, þrír við Krísuvík og einn í Fagradalsfjalli og var sá stærstur, M=1,4. Auk þessa mældust þrír skjálftar á Reykjaneshrygg.
Sjö skjálftar (M=0,7-1,6) voru í þyrpingu norður af Siglufirði.
Í Öxarfirði voru 9 skjálftar M=0,4-2.6 að stærð og áframhald varð á virkni við Mánáreyjar, en þar mældust 9 skjálftar M=0,8-1,8 að stærð.
Einn, M=0,9 skjálfti varð undir Hrísey á fimmtudag.
Einn skjálfti, M=1.3 var í Öskju aðfararnótt þriðjudags.
Í Vatnajökli mædust 6 skjálftar 1,2-1,5 að stærð. Tveir þeirra voru í Grímsvötnum, einn vestur af Gjálp, annar við Hamarinn og tveir norðaustur af Bárðarbungu.