Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020819 - 20020825, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 199 jarðskjálftar á og við landið. Stærsti skjálftinn, Ml=2.6, var undir Goðabungu í Mýrdalsjökli á fimmtudagskvöld. Auk þeirra mældust sex sprengingar: á Kjalarnesi, við Víkingavatn á Tjörnesi, við Bröttubrekku og þrjár við Ásland í Hafnarfirði.

Suðurland

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 79 skjálftar á stærðarbilinu M=0.3-2.6, þar af 18 stærri en M=2. Flestir skjálftar voru undir Goðabungu, eða 57. Í Kötlujökli sáust merki um 30 atburði/ísskjálfta og var hægt að staðsetja um helming þeirra, sem allir voru minni en M=1. Sumar þessara staðsetninga eru mjög ónákvæmar.

9 skjálftar (M<0,4) voru á Holtasprungu og 11 (M<0,8) á Hesfjallssprungu.

Á Hengilssvæðinu var dreifð virkni alla vikuna, en þar mældust 15 (M<1,1) skjálftar. Þar af fimm í þyrpingu við Katlatjörn efri, þrír við Hengil og einn á Nesjavöllum. Í Ölfusi halda smáskjálftar áfram að raða sér á austur-vestur línu, en þar voru 9 skjálftar í vikunni.

Á Reykjanesi voru 6 litlir skjálftar. Tveir við Bláfjöll, þrír við Krísuvík og einn í Fagradalsfjalli og var sá stærstur, M=1,4. Auk þessa mældust þrír skjálftar á Reykjaneshrygg.

Norðurland

55 skjálftar mædust úti fyrir Norðurlandi. 12 voru austan og norðan Grímseyjar. Þeir voru á stærðarbilinu M=0,6-2,2.

Sjö skjálftar (M=0,7-1,6) voru í þyrpingu norður af Siglufirði.

Í Öxarfirði voru 9 skjálftar M=0,4-2.6 að stærð og áframhald varð á virkni við Mánáreyjar, en þar mældust 9 skjálftar M=0,8-1,8 að stærð.

Einn, M=0,9 skjálfti varð undir Hrísey á fimmtudag.

Hálendið

Í Kröflu mældist M=1,3 skjálfti á mánudag og M=1,1 skjálfti í Bjarnarflagi aðfararnótt fimmtudags.

Einn skjálfti, M=1.3 var í Öskju aðfararnótt þriðjudags.

Í Vatnajökli mædust 6 skjálftar 1,2-1,5 að stærð. Tveir þeirra voru í Grímsvötnum, einn vestur af Gjálp, annar við Hamarinn og tveir norðaustur af Bárðarbungu.

Kristín S. Vogfjörð