| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20021014 - 20021020, vika 42

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 444 skjálftar og 12 sprengingar.
Suðurland
Lítil og dreifð virkni var á Suðurlandi. Einn skjálfti, 1,5 stig, mældist á Reykjaneshrygg.
Norðurland
Það var frekar rólegt fyrir norðan land í vikunni. Nokkrar smáhrinur, 5 - 10 skjálftar á stuttu tímabili, urðu á þröngum svæðum.
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli mældust hátt á þriðja hundrað skjálftar, en aðeins 12 þeirra náðu 2 stigum að stærð. Stærstir voru 2,2 stig. Flestir voru undir vestanverðum jöklinum.
Síðdegis 18. október hófst virkni vestan Esjufjalla í Vatnajökli. Fram til miðnættis 20. október mældust 33 jarðskjálftar á þessu svæði, 0,5 - 2,1 að stærð. Einnig mældust 7 skjálftar undir Öræfajökli á sama tímabili, sá stærsti 1,9 stig.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir