Í vikunni mældust á fjórða hundrað skjálftar, þar af rúmlega helmingur í Mýrdalsjökli.
Stærstu skjálftarnir, um 3.2 á Richter, mældust á mánudeginum við Esjufjöll í Vatnajökli,
en á því svæði var nokkur skjálftavirkni alla vikuna.
Suðurland
Virknin er nokkuð dreifð um suðurlandsbrotabeltið þessa vikuna, en Hestfjallssprungan er
þó sýnu virkust. Um 60 skjálftar mældust á suðvesturhorninu.
Norðurland
Um 40 skjálftar mældust norður af landinu og inn á norðanvert landið. Skjálfti við Þeystareyki
mælist af stærð 1 og skjálfti á Mývatnsöræfum, í nágrenni við Sveinagjá mælist 0,6.
Hálendið
Þessa vikuna mældust um 170 skjálftar í og við Mýrdalsjökul. Virknin er sem fyrr mest við
Goðabungu, en nokkrir skjálftanna eiga upptök sín undir Kötluöskjunni. Hafa ber í huga að mikil
óvissa er í staðsetningu minnstu skjálftanna og þar af leiðandi verður dreifingin mikil.
Auk virkninnar í Mýrdalsjökli hefur verið hrina í gangi við norðvestanverð Esjufjöll.
Stærstu skjálftarnir sem mældust þar voru á mánudag, annars vegar kl. 3:09 um nóttina og
hins vegar kl. 17:23. og mældust báði þessir skjálftar um 3,2 á Richter. Heldur dró úr
virkninni þegar leið á vikuna. Alls mældust um 50 skjálftar á svæðinu. Fyrri part vikunar mældust skjálftar undir Öræfajökli, við
Grænalón og við Grímsvötn. Staðsetning síðastnefnda skjálftans er ónákvæm.
Seinni part vikunnar mældust skjálftar í Þórisjökli og við Geitlandsjökul upp á 0,7 og 0,6.