Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20021028 - 20021103, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni skráðust 328 skjálftar, þar af 190 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn varð í suðvestanverðum Mýrdalsjökli kl. 01:17 aðfararnótt mánudags og var hann 3,4 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi var lítil virkni og skjálftar litlir. Á Hengilssvæði mældust tíu skjálftar, fimm á Reykjanesi, átján á og við Hestfjallssprungu og níu við Holtasprungu. Auk þessa mældust fjórir skjálftar vestur af Reykjanesi, við Geirfugladrang.

Norðurland

52 skjálftar mældust á Norðurlandi og voru þeir flestir í námunda við Grímsey, 16 í þyrpingu austan eyjarinnar og 7 norðan hennar. Stærðardreifing þeirra er á bilinu 0,9-1,6.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 190 skjálftar, þar af 180 við Goðabungu á stærðarbilinu 0,4-2,6 og var um hlemingu þeirra undir 1 að stærð. Innan Kötluöskjunnar voru fimm vel staðsettir skjálftar, þrír við norðurjaðar (M=1,4-2,3) og tveir við austurjaðar (M=0,8 og 2,0). Tveir vel staðsettir skjálftar (M=1,9 og 3,4) urðu aðfararnótt mánudags um 3,5 km sunnan við sigketil 7, en úr honum hljóp í Jökulsá á Sólheimasandi 17. júlí 1999.

Í Vatnajökli voru staðsettir 27 skjálftar: Fimm í Esjufjöllum, fimm við Bárðarbungu og var sá stærsti þeirra 2,9 að stærð. Í námunda við Hamarinn voru sex skjálftar og í Skeiðarárjökli voru staðsettir tíu litlir skjálftar.

Einn skjálfti mældist um 11 km sunnan við Herðubreið.

Kristín S. Vogfjörð