Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20021104 - 20021110, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 45 voru staðsettir 215 atburðir, þar af 8 sprengingar vegna framkvæmda við Þjórsárbrú.

Suðurland

Nokkrir litlir skjálftar mældust á Holta- og Hestvatnssprungunum, alls 23 skjálftar á stærðarbilinu -0.2 til 0.6. Á Hengilssvæðinu mældust 6 skjálftar, sá stærsti 1.2 að stærð um 5 km norður af Ingólfsfjalli.

Norðurland

10 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi og þykir það með minna móti. Stærsti atburðurinn mældist 2.1 að stærð, um 11 km NNA af Grímsey þann 10. nóvember.

Hálendið

Katla: Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 128 atburðir á stærðarbilinu 0.3 til 2.5, þar af 33 stærri en 1.5 á Richter. Auk þess mældust ríflega 90 jarðskjálftar sem var ekki hægt að staðsetja vegna hversu litlir eða ógreinilegir þeir voru. Þeir jarðskjálftar eru sennilega undir vestanverðum jöklinum (við Goðabungu) eins og meginþorri skjálftanna.

Torfajökull: Tveir jarðskjálftar mældust þann 8. nóvember á Torfajökulssvæðinu að stærð 1.3 og 0.7 á Richter.

Vatnajökull: 10 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni og voru þeir á stærðarbilinu 1.1 til 2.3. Stærsti skjálftinn (2.3) mældist þann 9. nóv. um 15 km NV af Grímsfjalli.
3 skjálftanna urðu við Esjufjöll í SA verðum jöklinum þann 8. nóv.
Ríflega 20 skjálftar á stærðarbilinu 0.3 til 1.0 mældust undir Skeiðarárjökli og voru flestir skjálftanna snemma í vikunni (2 á mán., 13 á þri., 6 á mið., 1 á fim. og 1 á lau.). Þetta eru sennilega jöklaskjálftar tengdir litlu hlaupi undan jöklinum - e.t.v. úr Grænalóni.

Halldór Geirsson