| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20021118 - 20021124, vika 47
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 236 jarðskjálftar og 9 sprengingar.
Suðurland
Lítil virkni var á Suðurlandi.
Norðurland
Virkni var lítil og dreifð framan af viku. Á laugardag 23. nóvember um kl. 22:15 hófst skjálftahrina um 9 km NNA af Grímsey (á sama svæði og hrina varð 17. nóvember), sem stóð fram á næsta dag. 34 skjálftar mældust, sá stærsti 2,6 stig.
Hálendið
Rúmlega 100 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum (stærstu 2,2 stig).
Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, 0,8 og 0,9 stig.
Í Vatnajökli mældust yfir 30 skjálftar. 19. nóvember kl. 09:30 mældist skjálfti rúmlega 4 stig norðan við Bárðarbungu. 10 eftirskjálftar mældust þann dag og 7 í viðbót næstu daga. Þeir voru á stærðarbilinu 1,2 - 2,8 stig.
6 skjálftar mældust í Skeiðarárjökli (0,7 - 1,3 stig) 19. nóvember.
5 skjálftar mældust við Þórðarhyrnu (1,1 - 1,5 stig).
2 skjálftar mældust austan Hamarsins (1,4 og 1,5) og einn við Grímsvötn (0,9).
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir