Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20021216 - 20021222, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 257 skjálftar. Stærsti skjálftinn, Ml=2.8, var um 26 km NNA af Siglufirði um tvö leytið á fimmtudag. Í kjölfar hans fylgdu svo sjö minni skjálftar á sama stað. Þá varð einnig skjálfti af stærð Ml=2.5 í Esjufjöllum í Vatnajökli á sunnudagsnótt. Stærsti skjálftinn í Mýrdalsjökli varð rétt fyrir klukkan átta á fimmtudagskvöld og var hann 2.5 að stærð.

Suðurland

Á Suðvesturlandi voru alls 52 skjálftar og flestir staðsettir á eftirfarandi svæðum: Á Hengilssvæði og í Ölfusi, 17 skjálftar á stærðarbilinu -1.0 til 1.0; á Holtasprungu, 13 skjálftar á stærðarbilinu -0.5 til 0.7; á Hestfjallssprungu, 14 skjálftar á bilinu -0.8 til 0.6. Vestur af Krísuvík mældust einnig fjórir skjálftar á bilinu 0.6 til 1.6.

Á Reykjaneshrygg mældust einnig tveir skjálftar, rúmlega tveir að stærð. Þeir voru um 40 km vestur af Geirfugladrangi.

Norðurland

Á Norðurlandi skráðust 44 skjálftar, þar af 10 litlir (Ml=0.3-1.2) við Flatey á Skjálfanda, allir á mánudag. Aðrir tíu skjáftar mældust í lítilli hrinu um 26 km NNA af Siglufirði á fimmtudagseftirmiðdag. Stærð þeirra var á bilinu 0.9-2.8. Þá voru átta skjáftar, flestir um 1.0 að stærð, staðsettir um 15 km NV af Gjögurtá.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 148 skjálftar á stærðarbilinu 0.6-2.5, og allir nema tveir við Goðabungu. Einn skjálfti mældist vestur af Landmannalaugum á fimmtudagskvöld, og einn í Eyjafjallajökli um miðnættið á föstudagsnótt. Þeir voru báðir 1.1 að stærð.

Í Vatnajökli urðu sex skjáftar í Esjufjöllum á sunnudagsnótt og einn skjálfti ANA af Hamrinum á miðvikudag. Esjufjallaskjálftarnir voru á stærðarbilinu Ml=0.8-2.5 og sá við Hamarinn var Ml=2.1 að stærð.

Einn skjálfti varð norðvestur af Herðurbreið á laugardagsnótt og einn við Þeistareyki á sunnudagsmorgun. Þeir voru um Ml=1 að stærð.

Kristín S. Vogfjörð