Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030106 - 20030112, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 184 skjálftar og 16 sprengingar (12 við nýju Þjórsárbrúna, 2 við Þórsiós, 1 við Bröttubrekku og 1 í námu við Krossanessmiðju).

Suðurland

Þann 6. janúar kl. 06:32 var skjálfti að stærð 1.9 við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Áframhaldandi smáskjálftavirkni var á Holta- og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Tveir skjálftar voru á Kolbeinseyjarhrygg í vikunni. Sá fyrri þann 06.01. kl. 20:28, M=2.5 og sá síðari 10.01. kl. 01:08, M=2.6.
Fram eftir vikunni voru nokkrir skjálftar í Öxarfirði, við Flatey og úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Laugardagskvöldið þann 11.01. kl. 22:50 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesgrunni (Skjálfandadjúpi) sem stóð fram til kl. 02 aðfaranótt sunnudagsins. Stærsti skjálftnn var kl. 22:56, M=3.4. Tveir aðrir all snarpir kippir voru kl. 22:28, M=2.9 og kl. 22:41, M=2.9.

Hálendið

Um 65 skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli. Flestir voru undir vesturhluta hans (Goðabungu) og voru stærstu skjálftarnir um 2.5 að stærð.
Undir Vatnajökli voru 4 skjálftar og laugardagskvöldið og fram eftir sunnudeginum (12.01) voru um 20 smáskjálftar undir Skeiðarárjökli.
Einn skjálfti var vestan við Bláfell og einn við Herðubreiðartögl.

Gunnar B. Guðmundsson