Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030120 - 20030126, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

117 skjálftar mældust á landinu og umhverfis það í vikunni, auk nokkurra sprenginga. Stærstu skjálftarnir voru 2,6 stig í Mýrdalsjökli.

Suðurland

Á Suðurlandi og út á Reykjanesskaga mældust aðeins smáir skjálftar, sá stærsti 1,8 stig. Um 90 km suður af landinu (suður af Eyjafjallajökli) mældist skjálfti 2,2 stig..

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust dreifðir smáskjálftar, stærstir voru tveir skjálftar 1,6 stig skammt fyrir norðan Siglufjörð.

Hálendið

Í vestanverðum Mýrdalsjökli voru mældir um 40 skjálftar yfir 1,0 stig. 10 þeirra voru 2,0 stig eða stærri, tveir þeir stærstu voru 2,6 stig. Þrír skjálftar mældust inni í öskjunni. Einnig mældust skjálftar í Rauðfossafjöllum, Lambatungum norðan Langjökuls og við Herðubreið. Þeir voru 0,9 - 1,5 stig að stærð.

Þórunn Skaftadóttir