Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030217 - 20030223, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 96 skjálftar. Tvær sprengingar voru mældar við nýju Þjórsárbrúna.

Suðurland

Þann 19.02. var skjálfti að stærð 3 sem átti upptök um 50 km SV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg.
Fáeinir skjálftar voru á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu.
Einnig voru nokkrir skjálftar á Hestfjallssprungunni.

Norðurland

Í vikunni var nokkur skjálftavirkni á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, bæði úti fyrir mynni Eyjafjarðar og á Skjálfanda. Þar á meðal voru 4 skjálftar um 8-9 km NV af Húsavík og voru þeir allir um eða undir 1 að stærð.
Milli Grímseyjar og Öxarfjarðar voru einnig allmargir skjálftar og var stærð þeirra á bilinu 0.8-1.3 stig á Richter.
. Þann 20.02. kl. 19:45 var skjálfti að stærð 1.1 á Tröllaskaga, um 10 km VSV af Ólafsfirði.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 34 skjálftar og áttu flestir (32) upptök undir vesturhluta jökulsins (Goðabungu). Stærstu skjálftarnir þar voru um 2.5 að stærð.

Einn skjálfti var á Torfajökulssvæðinu þann 18.02. kl. 17:42, M=1.3 og einn skjálfti var við Vatnafjöll suður af Heklu þ. 19.02., kl. 03:46, M=1.4.
Þann 19.02. kl. 07:48 var skjálfti að stærð 0.7 um 10 km norðan við Geysi í Haukadal.
Þann 22.02. kl. 06:08 átti skjálfti upptök um 5 km SA af Grímsfjalli undi Vatnajökli og var stærð hans 1.2 stig á Richter.
Þann 22.02. kl. 17:29 var skjálfti að stærð 1.5 um 16 km VNV af Herðubreiðarlindum.
Í vikunni mældust 6 skjálftar við Þeystareyki og var stærð þeirra á bilinu 0.4 - 1.2.

Gunnar B. Guðmundsson