Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030224 - 20030302, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

112 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. 9 sprengingar mældust, þar af tvær á Kárahnjúkasvæðinu.

Suðurland

Um 10 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Stærsti var 2,4 stig, en hinir voru innan við 1,2.

Norðurland

Yfir 20 skjálftar mældust norðaustan við Grímsey dagana 27. - 28. febrúar. Skjálftarnir voru allir innan við 2 að stærð. Á laugardaginn 1. mars mældust 10 skjálftar um 8 km vestan við Húsavík. Þeir voru allir innan við 1,5 að stærð. Önnur virkni norðan við land var dreifð.

Mýrdalsjökull

35 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum. Fjórir voru stærri en 2,0 stig.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust undir Skeiðarárjökli, 1,4 og 1,0 stig. Norðan Bárðarbungu mældist skjálfti 1,6 stig. Við Kröflu var einn skjálfti, 0,8 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir