| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20030303 - 20030309, vika 10

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Vikan var með rólegra mótinu, en 124 skjálftar voru staðsettir.
Tæplega helmingur skjálftanna voru fyrir norðan land og tæplega
helmingur á Suðurlandi.
Suðurland
Aðeins 13 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli í vikunni.
Einn skjálfti mældist 3,1 km NNV af Surtsey og var hann 1,8 á Richter (Ml).
5 Skjálftar voru staðsettir í námunda við Geirfuglasker.
Norðurland
Einn skjálfti upp á 1,5 á Richter (Ml) var 2,3 km vestur af Þeystareykjum,
3 skjálftar voru rúmlega 10 km SSV af Siglufirði og var sá stærsti 2,5 á Richter (Ml).
En mest var virknin fyrir norðan landið eða 50 skjálftar og flestir þeirra úti fyrir minni Eyjafjarðar eða 36 skjálftar.
Hálendið
Einn skjálfti var staðsettur 6,3 km VNV af Hveravöllum og var hann 0,9 á Richter.
Hjörleifur Sveinbjörnsson