Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030310 - 20030316, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna voru staðsettir 113 skjálftar og 1 sprenging. Stærsti skjálftinn var um 3 á Richter, staðsettur undir Nesjavöllum og fannst hann víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall.

Suðurland

Virknin á Suðurlandsundirlendinu var enn sem fyrr mest á Hestfjalls- og Holtasprungunum, en 2 skjálftar mældust í Landssveit við Skarðsfjall og NV af Bjólfelli og nokkur virkni var undir Vetlefsholti, SV af Hellu á Rangárvöllum. Nokkrir skjálftar mældust í Ölfusi og á Hengilsvæðinu og var virknin þar mest undir Nesjavöllum. Virkni mældist við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og á hryggnum út af Reykjanestá.

Norðurland

Nokkrir skjálftar mældust í Fljótunum og 1 skjálfti mældist við Mývatn. Lítil og dreifð virkni er á Tjörnesbrotabeltinu.

Hálendið

Nokkur virkni var á hálendinu þessa vikuna. Annars vegar mældust nokkrir skjálftar á Torfajökulssvæðinu og við Grænafjallgarð og hins vegar við Öskju og Herðubreið, en þar á milli mældist virkni í vestanverðum Vatnajökli. Auk þess mældist 1 skjálfti í vestanverðum Hofsjökli.

Mýrdalsjökull

Þessa vikuna voru 25 skjálftar staðsettir undir Mýrdalsjökli, flestir við Goðabungu. Nokkrir skjálftar til viðbótar sáust á mælum, en ekki var hægt að staðsetja þá.

Steinunn Jakobsdóttir