Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030317 - 20030323, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna var staðsettur 91 skjálfti og 1 sprenging. Stærsti skjálftinn var um 3,6 á Richter, á Kolbeinseyjarhrygg 225 km fyrir norðan Grímsey.

Suðurland

Mesta virknin var á sprungunum í Holtum og við Hestfjall. Nokkrir skjálftar mældust í Ölfusi og Hengli. Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesi.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust 20 skjálftar og 4 að auki um 225 km fyrir norðan Grímsey út á hrygg.

Hálendið

28 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum. Tíu voru stærri en 2,0 stig, stærsti var 2,7 stig (21/3). Einn skjálfti var undir Kistufelli og einn skjálfti mældist við Lokahrygginn, tveir skjálftar mældust við Öskju (Dreki) og einn skjálfti mældist vestan við Jökulheima.

Erik Sturkell