Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030331 - 20030406, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa vikuna mældust 143 skjálftar og 8 sprengingar. Sprengingarnar voru allar við nýja brúarstæðið yfir Þjórsá. Stærsti skjálftinn mældist um 3 á Richter og voru upptök hans rétt vestan við Hjallahverfið í Ölfusi.

Suðvesturland

Virkni mældist allt frá Vatnafjöllum út á Reykjaneshrygg. Á suðurlandsundirlendinu mælist stærsti skjálftinn um 2 á Richter, með upptök í Holtunum. Nokkrir skjálftar mældust um 4km NNV af Hveragerði, sá stærsti um 2,2 á Richter. Stærsti skjálfti vikunnar átti upptök undir Hjallafjalli og mældist tæpir 3 á Richter. Skjálftinn fannst víða í Ölfusi. Dálítil hrina var í Bláfjöllum, nálægt skíðasvæðinu, stærstu skjálftarnir þar mældust um 2 á Richter. Skjálftar úti við Geirfugladrang voru af stærðinni 1,5 - 2.

Norðurland

Virknin norður af landinu var mest NA af Grímsey og út af Eyjafirði og mældust skjálftar þar upp í 2,2. Eins mældist skjálfti á Skjálfandaflóa 2 á Richter.

Hálendið

Í vikunni mældust 2 skjálftar við Herðubreið, skjálfti rétt suðvestan við Hveravelli, 2 skjálftar í vestanverðum Vatnajökli og nokkrir skjálftar í Skeiðarárjökli.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 33 skjálftar, þar af einn í öskjunni en hinir í vesturjöklinum.

Steinunn S. Jakobsdóttir