Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030407 - 20030413, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 177 skjálftar og 8 sprengingar.

Suðurland

Þann 13.04. kl. 21:13 var skálfti að stærð 2.7 sem átti upptök á Reykjaneshrygg, um 95 km SV af Reykjanestá. Sama dag kl. 00:13 var skjálfti um 3 km N af Surtsey, M=1.3.
Nokkrir skjálftar voru á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu. Laugardaginn 12.04. kl. 18:59 var skjálfti að stærð 2.2 við Reykjadal, um 4 km NV af Hveragerði.
Á Suðurlandi var nokkur smáskjálftavirkni, aðallega á Holta- og Hestvatnssprungunum.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi var nokkuð dreifð skjáftavirkni. Nokkrir skjálftar voru í Öxarfirði, við Grímsey, á Grímseyjarsundi og á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Einn skjálfti var í Fljótunum. Allir þessir skjálftar voru minni en 1.5 að stærð.
Við Mývatn urðu fáeinir smáskjálftar, 4 við Bjarnarflag, 2 við Kröflu og einn á Mývatnsöræfum.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust allmargir smáskjáftar. Þann 12.04. mældust 4 skjálftar við Bárðarbungu. Þann 10.04. var einn skjálfti við Hamarinn og annar á Lokahrygg. Einn skjálfti var í Grímsvötnum, einn við Grænalón og einn sem ekki er vel staðsettur var líklega við Öræfajökul. Dagana 7. og 8. apríl mældust 12 ísskjálftar undir Skeiðarárjökli. Stærstu skjálfgtarnir voru 1.7 að stærð við Bárðarbungu.

Einn skjálfti var undir Langjökli þann 11.04. kl. 00:56, M=1.2 og einn skjálfti þann 13.04. kl. 09:24, M=0.8, var sunnan við Langjökul um 10 km norður af Geysi í Haukadal.

Undir Mýrdalsjökli mældust 57 skjálftar og voru flestir undir vesturhluta hans (Goðabungu). Þar voru 10 skjálftar stærri en 2 á Ricther og sá stærsti þar var um 2.7 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson