Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030421 - 20030427, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

 

 

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 213 skjálftar i þessari viku, þar af 39 í Mýrdalsjökli og 8 sprengingar. Stærsti skjálftinn, 4.0 mældist á Reykjaneshrygg, við Geirfuglasker (27/4 kl 5:50).

 

Suðurland

Mesta virknin á suðurlandi var á sprungunum í Holtum, við Hestfjall og í Hengli. Nokkrir skjálftar mældust í Ölfusi. 14 skjálftar voru svo staðsettir á Reykjanesi og voru flestir þeirra á svæðinu í kringum Gríndavík. Á þriðjudag mældust 8 skjálftar á hryggnum 140 km frá landi. Jarðskjálftahrina varð á Reykjaneshrygg um 40 km suðvestur af Reykjanesi, við Geirfuglasker á Sunudag 27 apríl. Sterkastir urðu skjálftarnir skömmu fyrir kl. 6 um morguninn, og var stærsti skjálftinn þá 4.0 á Richter-kvarða (27/4 kl 5:50). Tíu mínútum síðar var skjálfti 3,4 stig. Um kvöldið kl. 20:24 var skjálfti þar sem mældist 3,2 stig.

 

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust 28 skjálftar. Dreifð virkni um allt Tjörnesbrotabeltið og mældist stærsti skjálftinn 1,3. Einn skjálfti 2.0 var á Kolbeinseyjarhrygg 165 km fyrir norðan Grímsey.

 

Hálendið

39 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Flestir þeirra voru undir vestanverðum jöklinum (Goðabungu) og þeir stærstu voru um 2.9 að stærð (26/4). Tveir skjálftar voru undir Kistufelli og einn skjálfti mældist við Lokahrygginn, og einn í Bárðarbungu.

Erik Sturkell