Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030428 - 20030504, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 140 skjálftar á landinu og umhverfis það. Stærsti skjálftinn var í Goðabungu 2,6 stig.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust víða smáskjálftar og út eftir Reykjanesskaga og út á hrygg. Stærsti skjálftinn á landi var 2,0 stig á Reykjanesi, en við Geirfuglasker 2,3 stig.

Norðurland

Nokkrir smáskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, sá stærsti var um 70 km NNV af Grímsey, 1,8 stig að stærð.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 52 skjálftar, 6 þeirra voru stærri en 2 stig, þ.e. 2,2 - 2,6 stig. Flestir voru í grennd við Goðabungu. Þá mældust skjálftar við Grímsfjall, í Geitlandsjökli og Þórisjökli, stærðir þeirra voru 0,9 - 1,7 stig.

Þórunn Skaftadóttir