Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030505 - 20030511, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 140 skjálftar.

Suðurland

Á Suðurlandi voru staðsettir 57 skjálftar og voru þeir allir smáir.
Tveir skjálftar voru við rétt sunnan við Geirfugladrang og var sá stærri 2,8 á Richter.

Norðurland

Fyrir Norðan landið voru staðsettir 21 skjálfti og á Norðurlandi voru staðsettir 5 skjálftar.
Stærsti skjálftinn var 2,18 á Richter en hinir voru allir minni en 2 á Richter.
Tveir skjálftar voru á Tröllaskaga báðir rétt um 1 á Richter.
Einn skjálfti (0,6 á Richter) var rúma 4 km NNV af Kröfluvirkjun.

Hálendið

50 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli. Flestir þeirra voru í og við Goðabungu
Einn skjálfti var í Vatnajökli upp á 2 á Richter.
Einn skjálfti var rétt sunnan við Langjökul og einn um 11 km NNV við Álftavatn báðir
minni en 2 á Richter

Hjörleifur Sveinbjörsson