| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20030609 - 20030615, vika 24

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Staðsettir voru 177 skjálftar í vikunni og 3 sprengingar.
Suðurland
Á Suðurlandi voru staðsettir 85 skjálftar. Á Hengilssvæðinu voru 39 skjálftar og 10 skjálftar vorus staðsettir í Ölfusi og næsta nágreni (21°30'-21°00' vestlægrar lengdar) og var stærsti skjálftinn þar 2,3 á Richter. Á sprungunni við Hestfjall voru 26 skjálftar. Voru allir nema einn, minni en 1 á Richter, en hann var upp á 1,3 á Richter.
11 skjálftar voru á Reykjanesskaga og voru þeir allir minni en 1 á Richter. Tveir skjálftar voru svo rétt utan við Reykjanestá (1,4 og 0,8 á Richter).
Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 40 skjálftar og voru 5 þeirra stærri en 2 á Richter.
Norðurland
Nokkuð dreifð virkni var norður af landinu á sprungum frá Öxarfirði og Norður af Grímsey og svo á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Tveir skjálftar voru svo við Mývatn og einn skjálfti tæpa 22 km Suður af Akureyri. Allir skjálftarnir voru minni en 2 á Richter.
Hálendið
Einn skjálfti var í Herðubreið, einn í Öskju og annar rétt Norðvestan við Öskju og var hann rétt um 2,2 á Richter, en hinir voru minni.
Í Vatnajökli voru 4 skjálftar, þar af einn í Öræfajökli og var hann 1,2 á Richter.
Einn skjálfti var í Langjökli og 2 skjálftar sunnan við jökulinn, voru þeir allir rétt í kringum 1 á Richter.
Hjörleifur Sveinbjörnsson