Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030616 - 20030622, vika 25

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 182 skjálftar og 5 sprengingar. Þann 18.06. um kl. 03:30 mældust 3 skjálftar langt suður á Reykjaneshrygg á um 59. breiddargráðu. Við Jan Mayen var jarðskjálfti þann 19. júní kl. 12:59 , Mb=5.6 (NEIC). Skjálftinn þar mælist svona á SIL stöðinni Gilhaga (gil) á Norðurlandi.

Suðurland

Tveir skjálftar voru við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg þann 22.06. og einn skjálfti vestan við Reykjanestá þann 20.06. Þeir voru allir um 1 að stærð. Fáeinir skjálftar voru á Reykjanesskaganum. Þar á meðal voru 4 við Fagradalsfjall. Einnig voru nokkrir skjálftar á Hengilssvæðinu, í Ölfusi og á Holta- og Hestvatnssprungunum á Suðurlandi.

Norðurland

Nokkrir skjálftar voru úti fyrir Norðurlandi m.a. austan við Grímsey, á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu og í Eyjafjarðarál. Einn skjálfti átti upptök í Skagafirðinum þann 16.0.6. kl. 17:26, M=2.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Hamarinn, Bárðarbungu, Kverkfjöll og norður af Grímsvötnum. Fáeinir ísskálftar voru undir Skeiðarárjökli frá 17.-22. júní.

Undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli mældust um 70 skjálftar. 12 skjálftar þar voru stærri en 1.7 að stærð og þeir stærstu tæplega 3.

Einn skjálfti var við Öskju þann 16.06. kl. 09:41, M=1.2. Tveir skjálftar voru við Hveravelli þann 16.06. Tveir skjálftar voru vestan við Bláfell þann 19.06. og sama dag einn skjálfti við Skjaldbreið. Einn skjálfti var við Vatnafjöll og einn á Torfajökulssvæðinu.

Gunnar B. Guðmundsson