Alls mældust 186 skjálftar og 4 sprengingar þess vikuna, þar af 48 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn, 2,9 mældist í Mýrdalsjökli (29 júní).
Suðurland
Þrír skjálftar voru við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg (stærsti var 1,9 stig, 27 júní) og tveir skjálftar vestan við Reykjanestá. Dálítil hrina var í Krísuvík, stærstu skjálftarnir þar mældust um 1,7 á Richter. Nokkrir skjálftar mældust í Ölfusi og á Hengilsvæðinu og var virknin þar mest undir Hengilinum. Áframhaldandi smáskjálftavirkni var á Holta- og Hestvatnssprungunum.
Norðurland
Þriðjudagskvöldið þann 24.06. kl. 18:20 hófst jarðskjálftahrina um 17 km S af Grímsey sem stóð fram til kl. 02 aðfaranótt miðvikudagssins. Stærsti skjálftnn var kl. 20:18, M=2,4. Fram eftir vikunni voru nokkrir skjálftar í Öxarfirði, norður og austur af Grímsey og úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Kverkfjöll og Grímsfjall stærðir þeirra voru 0,9 og 2,1 stig. Einn skjálfti var við Öskju þann 25.06. kl. 10:24, M=1,4. Tveir skjálftar voru við Hveravelli þann 24.06 og einn skjálfti var við Skjaldbreið.
48 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum. 8 voru stærri en 2,0 stig, og stærsti skjálftinn var 2,9.