Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030721 - 20030727, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni skráðust 187 skjálftar, þar af 49 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn, M=2,6 varð 34 km NNV af Siglufirði aðfararnótt fimmtudags.

Suðurland

Um Suðurland var virknin dreifð um brotabeltið. Helstu þyrpingar voru: Á Hestfjallssprungu, en þar urðu níu litlir skjálftar. Um miðja vikuna urðu sjö litlir skjálftar við Stóra-Skarðsmýrarfjall á Hellisheiði. Þá var einnig nokkur virkni í Ölfusi; í upphafi vikunnar 10 skjálftar við Krossfjöll, syðst á Hellisheiði og seinni hluta vikunnar aðrir fimm litlir skjálftar í Hjallahverfi.

Á Reykjanesi mældust þrír litlir skjálftar, einn við Kleifarvatn og tveir við Fagradalsfjall. Fimm skjálftar u.þ.b. 1,0 að stærð voru um 5 km SV af Reykjanestá og tveir aðrir, um 1,5 að stærð, utar á Reykjaneshryggnum, við Geirfugladrang.

Norðurland

Tveir skjáftar, 2,5 að stærð mældust á Kolbeinseyjarhrygg, um 70 km NNV af Grímsey. Þá var einnig nokkur virkni um 15 km austan við Grímsey, en þar varð smá hrina á laugardag og sunnudag. Þá mældust 18 skjálftar 1-1,5 að stærð.

Á þriðjudag og miðvikudag varð lítil hrina í Öxarfirði, 8 km suður af Kópasekeri, en þá mældust 18 skjálftar sem flestir voru undir 1,0 að stærð. Átta skjálfta þyrping er einnig 13 km vestur af Kópaskeri, flestir um 1,0 að stærð.

Á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu var dreifð virkni og vestast á því, um 33 km norður af Siglufirði, varð átta skjálfta hrina á miðvikudagsnótt. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu var 2,6 að stærð.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru 49 skjálftar, þar af 39 við Goðabungu. Hinir 10 voru dreifðir um öskjuna. Stærsti skjálftinn var í Goðabungu, 2,6 að stærð.

Á Torfajökulssvæðinu mældust þrír skjálftar, allir um 1,0 að stærð.

Við Þeistareyki voru þrír skjálftar, 0,4-1,1 að stærð.

Kristín S. Vogfjörð