Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030804 - 20030810, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var með rólegra móti. Mest bar á smáskjálftavirkni í Ölfusi og Hengli.

Suðurland

Áframhaldandi virkni sem dregur hægt úr er á Hestfjalls- og Holtasprungum.
Hér gefur að líta þróun jarðskjálftavirkni á sprungunum. 23 smáir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, sá stærsti 1,0 að stærð.
Í ölfusi mældust um 20 skjálftar, sá stærsti 1,1 að stærð. Þyrpingin var hvað þéttust um 1 til 2 km austan við Bjarnastaði og urðu þeir skjálftar 8. og 9. ágúst. Áþekk virkni á sama stað mældist um vorið 2001.
Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesi.

Norðurland

Um 30 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi í vikunni, sá stærsti 2,2 að stærð.

Hálendið

Einn skjálfti mældist við Herðubreið, 2 á Lokahrygg undir Vatnajökli, 1 undir Skeiðarárjökli, 2 á Torfajökulssvæðinu og 38 undir Mýrdalsjökli, þar af 12 yfir 1,5 að stærð. Einnig mældist einn skjálfti rétt vestan Heimaeyjar.

Annað

Jarðskjálfti að stærðinni 7.5 varð kl. 04:37 þann 4. ágúst í Scotia hafi (sunnarlega í Atlantshafi). Nánari upplýsingar hjá NEIC. Jarðskjálftinn sást á þenslumælakerfi Veðurstofunnar.
Klukkan 03:08 4. ágúst varð skjálfti að stærðinni 4.8 við Noreg (360 km NV af Þrándheimi) og sást sá jarðskjálfti vel á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar um allt land. Nánari upplýsingar hjá NEIC.

Halldór Geirsson