Í vikunni skráðust 378 skjálftar á landinu, auk ríflega 1000 skjálfta sem urðu í hrinu við Krísuvík á laugardag
of sunnudag. Búið er að yfirfara 479 skjálfta úr Krísuvíkurhrinunni. Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 47 skjálftar.
Stærsti skjálfti vikunnar, um 5 að stærð varð í upphafi hrinunnar við Krísuvík, kl 2:00 aðfararnótt laugardags.
Lítil skjálftahrina varð um 5 km NV af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg á mánudagskvöld, þá mældust 9 skjálftar.
16 skjálftar urðu í stuttri hrinu á þriðjudag við Þórunnarfjöll, um 5 km SSA af Þeistareykjum.
Síðan þá hefur verið nokkur virkni á Kröflusvæðinu m.a. 4 skjálftar norðvestan við Gæsadal aðfararnótt föstudags.
Á þriðjudagsmorgun hófst skjálftahrina 2 km SA af Geitafelli á Hellisheiði og stóð hún fram á miðvikudag.
Þar hafa mælst 59 skjálftar og er sá stærsti 1,5 að stærð.
Í Fagradalsfjalli á Reykjanesi varð lítil hrina á miðvikudagseftirmiðdag. Þar hafa mælst 9 skjálftar,
sá stærsti 1,6 að stærð.
Kl. 16:30 á laugardag hófst hrina um 12 km ANA af Grímsey og stóð hún fram til kl. 19 á sunnudag. Alls mældust 159 skjálftar á stærðarbilinu 0.6 til 2.9. Þar af voru 10 skjálftar stærri en 2.0.