Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030901 - 20030907, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 238 skjálftar staðsettir og 1 sprenging við Helguvík.

Suðurland

Tveir skjálftar voru á Reykjaneshrygg. Annar þann 1.9. kl.15:15 og hinn þann 6.9. kl. 23:08. Stærðir þeirra eru um 1.7.

Á Reykjanesskaga voru nokkrir smáir skjálftar við Fagradalsfjall og vestan við Kleifarvatn.

Lítil smáskjálftahrina var við Nesjavelli sunnudagskvöldið 7.9. og einnig í Ölfusi, um 7 km SSV af Skálafelli.

Nokkrir smáskjálftar voru á Holtasprungunni á Suðurlandi.

Norðurland

Í vikunni hafa verið skjálftar um nær allt Tjörnesbrotabeltið. Frá Skagafirði í vestri, austur í Öxarfjörð og norður undir Kolbeinsey.

Á þriðja tug skjálfta áttu upptök um 7 km ASA af Flatey á Skjálfanda þessa viku en frá 28. ágúst um 60 skjálftar. Skjálftarnir voru allir minni en 2.1 að stærð. Skjálftarnir liggja flestir á NV-SA brotaplani með strik -22 gráður (V22N) og sem hallar 81 gráðu til vesturs. Brotaplanið er vinstri handar sniðgengi. Skjálftarnir eru á um 9-10 km dýpi.

Þann 3. september kl. 22:41 var skjálfti að stærð um 3.5 sunnan við Kolbeinsey. Þrír skjálftar um 2 að stærð fylgdu í kjölfarið.

Þann 7. september kl. 01:41 varð skjálfti að stærð um 3 á Kolbeinseyjarhrygg, sunnan við SPAR brotabeltið.

Hálendið

Skjálftavirkni undir Mýrdalsjökli var nær eingöngu undir vesturhluta hans, Goðabungu. Um 2 tugir skjálfta þar voru yfir 1.7 að stærð en alls mældust um 86 skjálftar þar þessa viku.

Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, einn við norðurhluta Langjökuls og einn á Eyvindarstaðaheiði norðan við Hofsjökul.

Undir Vatnajökli mældust allmargir skjálftar þessa viku. Í fyrri hluta vikunnar, 1.-3. september voru nokkrir skjálftar við Hamarinn, við Bárðarbungu og undir Grímsvötnum. Stærstu skjálftarnir voru við Hamarinn þann 2.9. kl. 03:09, M=2.5 og við Bárðarbungu þann 3.9. kl. 05:10, M=3.
Allmargir ísskjálftar mældust undir Skeiðarárjökli. Tveir þann 1.9. og 4 þann 5.9. en mest þann 7.9. alls 16 milli kl. 2 og 10.

Gunnar B. Guðmundsson