Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20030915 - 20030921, vika 38

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Mest virkni á landinu var í Mýrdalsjökli, en þar var um helmingur þeirra rúmlega 200 skjálfta, sem staðsettir voru.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu og út á Reykjanesskaga mældust víða skjálftar, sem allir voru smáir, sá stærsti við Hrómundartind 1,8 stig. Úti við Geirfugladrang var skjálfti 2,2 stig að stærð.

Norðurland

Megnið af skjálftunum fyrir norðan land lenti á misgengislínunum NV-SA, sá stærsti var 2,4 stig. Þá mældust nokkrir skjálftar úti fyrir Skagafirði 1,3 - 1,8 stig.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli var virknin nær öll í vesturjöklinum. Þar mældust 14 skjálftar 2 stig og stærri, sá stærsti 2,6 stig. Í Vatnajökli voru nokkrir skjálftar 1,5 - 1,9 stig að stærð. Þá var skjálfti í Guðlaugstungum um 14 km NA af Hveravöllum, 1,7 stig.

Þórunn Skaftadóttir