Alls mældust 137 skjálftar og 3 sprengingar þessa vikuna, þar af 65 í Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn, 3,2, mældist 10 km suður af Trölladyngju, (3 október kl. 12:16).
Suðurland
40 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi og mesta virknin var á sprungunum í Holtum, við Hestfjall og í Hengli.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust 20 skjálftar. Dreifð virkni var um allt Tjörnesbrotabeltið og mældist stærsti skjálftinn M=2,6 um 160 km norður af Grímsey (2 október kl. 14:51). Við Þeistareyki voru tveir skjálftar, 0,4-1,2 að stærð.
Hálendið
Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 65 skjálftar. Mesta virknin var í vestanverðum jöklinum (Goðabungu) og þeir stærstu voru um 3,0 að stærð. Einn skjálfti var við Vatnafjöll og einn á Torfajökulssvæðinu. þrír skjálftar voru 10 km suður af Trölladyngju, stærsti skjálftnn var kl. 12:16, M=3,2. Í Vatnajökli mældust þrír skjálftar við Grímsfjall og annar 10 km norður af Skaftafelli. Einn skjálfti mældist SV af Herðubreið föstudaginn 3 október, 1,1 stig.