Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20031006 - 20031012, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 146 jarðskjálftar og 4 sprengingar.

Suðurland

7 skjálftar mældust NNA við Krísuvík 8. - 10. október, 0,5 - 1,8 stig. Á þriðjudaginn mældist einn skjálfti á Reykjaneshrygg og var hann 2,6 stig.

Norðurland

Virkni norðan við land var frekar lítil og dreifð. Um 10 km VSV við Ásbyrgi mældust 6 skjálftar 8. október, 0,6 - 1,0 stig.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli voru um 60 skjálftar staðsettir, langflestir undir vestanverðum jöklinum. 8 skjálftar voru stærri en 2,0 stig.
Á Torfajökulssvæðinu mældist einn skjálfti, 0,9 stig.
Við Grímsvötn mældust þrír skjálftar, 1,2 - 1,6 stig. Sunnan við Trölladyngju mældist skjálfti, 1,7 stig.
Einhver virkni var undir Skeiðarárjökli í vikunni, en á sunnudeginum jókst svo skjálftavirkni til muna. 11 skjálftar voru staðsettir undir jöklinum þann dag, en Skeiðarárhlaup hófst um hádegi.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir