| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20031013 - 20031019, vika 42
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 362 skjálftar og 3 sprengingar.
Suðurland
Þann 13. október kl. 12:54 var skjálfti að stærð 1.3 um 5 km VNV af Geirfugladrangi
á Reykjaneshrygg.
Þann 18. október kl. 03:21 var skjálfti að stærð 2.3 með upptök um 4 km NNA af Krísuvík við
Kleifarvatn. Í kjölfarið fylgdu um 20 eftirskjálftar þann sama dag.
Nokkur skjálftavirkni heldur enn áfram á Holta- og Hestvatnssprungunum.
Norðurland
Mánudaginn 13. október var skjálftahrina um 22 km A af Grímsey.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var kl. 16:18 þann sama dag og mældist 3.1 stig.
Miðvikudaginn 15. október var skjálftahrina um 18 km N af Grímsey og var
stærsti skjálftinn í hrinunni þann sama dag kl. 10:50 og mældist hann 3.5 stig.
Aðfaranótt þess 16. október var skjálftahrina um 8 km ASA af Flatey á Skjálfanda.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var kl. 02:13 og var hann 2.0 að stærð.
Nokkrir skjálftar voru inn í Öxarfirði, í Eyjafjarðarál og við Gjögurtá.
Einn skjálfti var inn af Kolbeinsdal í Skagafirði, fáeina km norðaustan við Hóla.
Tveir skjálftar voru við Mývatn, einn SSV af Þeystareykjum og einn norðan við Kröfluvirkjun.
Hálendið
Undir vestanverðum Mýrdalsjökli voru staðsettir um 128 skjálftar. Stærstu skjálftarnir
voru um 2.5 stig að stærð og voru 18 skjálftar stærri en 1.7 stig.
Einn skjálfti var á Torfajökulssvæðinu tæpa 3 km vestan við Landmannalaugar.
Þrír skjálftar voru vestan við Tindfjallajökul.
Þann 18. október kl. 13:52 var skjálfti undir Dyngjuhálsi við norðvestanverðan Vatnajökul
og mældist hann 3.5 stig.
Undir Skeiðarárjökli mældust allmargir ísskjálftar á meðan hlaupið stóð yfir.
Gunnar B. Guðmundsson