Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20031027 - 20031102, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni bar mest á jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli og á Reykjanesi. Lítil hrina jarðskjálfta var við Kleifarvatn og nokkrir skjálftar mældust við Vestmannaeyjar. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,8 að stærð um 12 km NA af Flatey.

Suðurland

Á Reykjanesi mældust nokkuð víða skjálftar. Á þriðjudagskvöld (28. október) hófst lítil jarðskjálftahrina við vestanvert Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð og alls mældust um 25 skjálftar. Skjálftarnir virðast hafa verið á N-S línu í beinu framhaldi af hrinu sem varð vestan við Kleifarvatn í ágúst 2003. Hér gefur að líta mynd af samanburði á hrinunum tveimur.
Á Hestfjalls- og Holtasprungunum mældist nokkur skjálftavirkni. Á um 15 mínútna tímabili á aðfaranótt 1. nóvember mældust 7 smáskjálftar á stærðarbilinu -0,5 til 0,4 við suðurenda Hraungerðissprungunar sem er um 9 km A af Selfossi. Þarna hafa mælst stöku skjálftar undanfarin ár.
Aðfaranótt 2. nóvember mældust 6 skjálftar á stærðarbilinu 0,8 til 1,3 um 2 km vestan við Heimaey (Sjá kort). Skjálftarnir voru allir á um 16 km dýpi. Hér gefur að líta mynd af tímaþróun skjálftavirkni á þröngu svæði rétt vestan við Heimaey frá 1993. Myndin sýnir að þarna hafa mælst skjálftar af og til gegnum árin, nú síðast í ágúst. Það lítur út fyrir að virknin sé að aukast við Heimaey, en erfitt er að fullyrða um það með vissu vegna breytinga í mælakerfinu og smæð skjálftanna.

Norðurland

Tiltölulega rólegt var úti fyrir Norðurlandi. Tveir litlir skjálftar mældust nærri Kröfluvirkjun.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir alls 65 skjálftar, þar af 21 stærri en 1,5 og 10 stærri en 2,0. Sem fyrr voru flestir skjálftanna vestan í Goðabungu, en nokkrir skjálftar mældust líka innan öskjunnar.
2 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, 4 undir Vatnajökli og 1 við Þórisjökul.

Halldór Geirsson