Um 170 skjálftar voru staðsettir þessa vikuna sem og nokkrar sprengingar. Stærsti skjálftinn
mældist á föstudag úti fyrir mynni Eyjafjarðar og var hann tæplega 3 á Richter.
Suðurland
Athuglisverðast við virknina á Suðurlandi er hversu dreifð hún er, en ekki áberandi bundin við
sprungurnar frá 2000, eins og gjarnan hefur verið að undanförnu. Skjálftarnir eru allir smáir, þ. e.
undir 2 á Richter.
Mýrdalsjökull
Í vikunni mældust 59 skjálftar í Mýrdalsjökli og voru þeir nánast allir í vestanverðum jöklinum.
28 skjálftar til viðbótar voru sjánlegir í gögnunum án þess að hægt væri að staðsetja þá.
Norðurland
Smá skjálfti mældist í Fljótunum í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist sem fyrr segir
út af Eyjafirði. Virknin frekar lítil og dreifð.
Hálendið
Virkni hélt áfram við Öskju og Herðubreið, en heldur dró úr henni þegar leið á vikuna.
3 skjálftar mældust í Vatnajökli og einn í Flosaskarði við Langjökul.