Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20031117 - 20031123, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

108 jarðskjálftar voru staðsettir þessa vikuna og 4 sprengingar. Stærsti skjálftinn mældist þann 20. nóvember. Hann átti upptök sín vestur af Goðabungu undir Mýrdalsjökli og var um 2.5 á Richterkvarða.

Suðurland

Skjálftavirknin var frekar dreifð eins og í síðustu viku þó að nokkrir skjálftar hafi mælst við sprungurnar frá 2000. Að kvöldi 19. nóvembers mældist jarðskjálfti, sem var um 2.4 á Richter, við rætur Ingólfsfjalls, rétt vestan við Selfoss. Nokkrir íbúar Selfoss urðu varir við hann. Á suðurlandi mældust alls 44 jarðskjálftar í vikunni.

Mýrdalsjökull

Það mældist alls 41 skjálfti undir Mýrdalsjökli og að venju voru langflestir undir vestanverðum jöklinum.

Norðurland

Virkni var lítil og dreifð. Það mældust alls 14 skjálftar, flestir undir 2 á Richterkvarða.

Hálendið

Mikið hefur dregið úr virkni við Öskju síðan í síðustu viku. Það mældust einungis 4 skjálftar austan við Öskju og 1 skjálfti á Mývatnsöræfum. Við Grímsfjall í Vatnajökli mældust 2 skjálftar og 1 skjálfti mældist suðvestur af Langjökli.

Matthew J. Roberts