| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20031124 - 20031130, vika 48

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 138 skjálftar á og við landið, þar af 61 í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir á landinu, Ml=2.5, voru í Mýrdalsjökli á fimmtudag og á sunnudag.
Suðurland
Einn lítill skjálfti mældist við Rauðfosafjöll.
Á Holtasprungunni voru 13 litlir skjálftar og aðrir 5 litlir á Hestfjallssprungunni.
Á Hengilssvæði mældust 9 skjálftar og 6 í Ölfusi; þeir voru líka allir litlir.
Við Kleifarvatn voru 12 skjálftar á stærðarbilinu 0 til 2.1. Auk þeirra voru tveir litlir skjálftar vestar á Reykjanesi, við Trölladyngju.
Þrír skjálftar rúmlega 2 að stærð voru úti á Reykjaneshrygg og einn minni, 1,1, nær landi við Geirfugladrang.
Norðurland
Á Norðurlandi skráðust 22 skjálftar á stærðarbilinu 0,7 til 2,2, og voru þeir dreifðir um Tjörnesbrotabeltið.
Hálendið
Í Mýrdalsjökli skráðist 61 skjálfti á stærðarbilinu 0.5 til 2.5.
Við Grímsvötn mældust tveir skjálftar, 1 og 1,3 að stærð og
við Hveravelli mældist einn skjálfti 2,3 að stærð.
Kristín S. Vogfjörð