Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20031201 - 20031207, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 155 jarðskjálftar og 8 sprengingar á landinu.

Suðurland

Nokkrir skjálftar voru við Kleifarvatn, í Ölfusinu og á Suðurlandsundirlendi. Þann 1.12. var skjálfti vestur á Mýrum við Hítardal að stærð 1.5.

Norðurland

Skjálftavirkni var í Eyjafjarðarál, norður af Siglufirði og inn í Öxarfirði.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 70 skjálftar og áttu þeir allir upptök vestan við Goðabungu nema 2 skjálftar sem voru norðan við Háubungu. Stærsti skjálftinn var um 2.5 að stærð með upptök undir vestanverðum jöklinum en 12 skjálftar þar mældust yfir 2 að stærð.
Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.
Talsverð skjálftavirkni mældist undir Vatnajökli. Þrír skjálftar voru undir Kverkfjöllum, einn við Grímsvötn, einn við Dyngjuháls og svo nokkrir smáskjálftar við Bárðarbungu og Lokahrygg.
Sunnudaginn 7.12. mældist skjálfti við MÄyvatn og einn skjálfti á Mývatnsöræfum.

Gunnar B. Guðmundsson