| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20031208 - 20031214, vika 50

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni 8. - 14. desember mældust 168 jarðskjálftar og 5 sprengingar (Geldinganes og Helguvík).
Suðurland
Á Suðurlandsundirlendinu voru fáir skjálftar og allir smáir. Nokkrir smáskjálftar mældust á Reykjanesi.
Nokkrir skjálftar mældust við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þeir voru innan við stærð 2, en nokkrir mældust lengra frá landi og voru stærri.
Norðurland
Á þriðjudaginn 9. desember mældust 10 skjálftar norðan við Siglufjörð. Stærsti skjálftinn var 3,1 stig, og varð hann kl. 21:23. Næst stærsti skjálftinn mældist út fyrir Skagafjörð og var hann 2,7 stig.
Skjálfti 1,9 að stærð mældist í Grjóthálsi 13. desember.
Mýrdalsjökull
68 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, langflestir vestan við Goðabungu. 9 skjálftar voru stærri en 2,0 stig.
Hálendið
Á mánudaginn varð vart við hreyfingu í Skeiðarárjökli. 6 ísskjálftar voru staðsettir um kvöldið frá 18:56 til 22:41 og 2 næsta dag. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu 0,7 til 1,4.
Þrír skjálftar mældust í Bárðarbungu , 1,4 - 1,8 stig.
Einn skjálfti (1,2 stig) mældist SV við Grímsvötn og einn á Lokahrygg (0,7 stig).
Austan við Öskju mældust 2 skjálftar, 0,8 og 1,4 stig.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir