Myndin að ofan sýnir þróun jarðskjálftavirkni við Öskju frá 1994. Af myndinni má ráða að skjálftinn á þriðjudeginum hafi verið sá stærsti síðan 1998. Í nóvember 2003 varð myndarleg hrina og einnig í maí og júní 1998.

Myndin sýnir tíðniróf jarðskjálftapúlsins kl. 17 á jarðskjálftastöðinni á Aðalbóli. Stakir skjálftar koma fram sem lóðréttar línur í rófinu.