Allnokkrir skjálfta í þyrpingunni N við Hveravelli var ekki hægt að staðsetja vegna
hversu smáir skjálftarnir voru. Sáust þeir skjálftar eingögngu á jarðskjálftamælinum
á Hveravöllum, en almennt þurfa jarðskjálftar að sjást á a.m.k. þremur jarðskjálftastöðvum
til að unnt sé að staðsetja upptök þeirra.
Myndin að neðan sýnir hluta úr jarðskjálftariti frá mælinum á Hveravöllum. Þar sjást fjórir
jarðskjálftar sem ekki var unnt að staðsetja. Efri línurnar þrjár spanna 90 sekúndur,
en neðri línurnar sýna um 5 sekúndna tímabil úr efri ritunum.