Mynd 1 sýnir skjálftavirkni á svæðinu frá 1995 til mars 2004. Fyrir nýju hrinuna virðast flestir skjálftar verða við NA-enda jökulsins. Nýju skjálftarnir eru einnig á kortinu við Blöndu. Mynd 2 sýnir stærð skjálftanna sem mælst hafa frá 26. febrúar fram til dagsins í dag (30.mars). Virknin hófst með stökum skjálfta 26.febrúar og virtist svo fara af stað aftur í byrjun mars. Stærsti skjálftinn á svæðinu til þessa er um Ml 2.5. (Ath villu á myndinni, síðasti skjálftinn er í raun aðeins um 1.9 að stærð, ekki tæpir 3, 30.mars).
Mynd 1
Mynd 2
Sérstökum afstæðum endurstaðsetningaraðferðum (relative locations) var beitt til að fá betri/nákvæmari staðsetningar fyrir skjálftana í nýju hrinunni. Mynd 3 sýnir kort af umræddu svæði og staðsetningar skjálftanna fyrir (gular) og eftir (grænar) endurstaðsetningu. Skjálftadreifin þéttist og færist ögn norðar. Dýptarsnið N-S má sjá til hægri á myndinni. Skjálftarnir eru flestir grunnir, þeir verða aðallega á dýptarbilinu 1-4km.
Mynd 3
Sigurlaug Hjaltadóttir
©Veðurstofa Islands, jarðeðlissvið